1900-1920

Á þessu tímabili fáum við fyrst talsverða innsýn í hvernig konur upplifðu og skilgreindu eigin kynverund.

Á síðari hluta 19. aldar fengu konur rýmri borgaraleg réttindi, t.d. til að sækja sér menntun, hljóta arf, kjósa og taka þátt í opinberu lífi. Undir lok aldarinnar var öflug kvennahreyfing starfandi á Íslandi sem lagði grundvöllinn að bættum aðbúnaði verkakvenna, rýmri kosningarétti og aukinni þáttöku kvenna í opinberu lífi m.a með kvennaframboðum til sveitastjórna og Alþingskosninga. Ógiftum konum í þéttbýli fjölgaði á sama tíma, atvinnuþátttaka kvenna jókst og konur öðluðust aukin réttindi og möguleika á að skáka forræði karla í krafti samtakamáttar og sterkari samfélagsstöðu. Tone Hellesund sýnir í grein sinni „Queering the Spinsters: Single Middle-Class Women in Norway, 1880–1920“ fram á að norskar piparjúnkur hafi með sjálfstæði sínu ógnað hefðbundnum skilningi á karlmennsku og kvenleika og grafið undan viðteknum kynjaviðmiðum sem hafi kallað á harkaleg viðbrögð frá samfélaginu. Því telur hún þær hafa verið „hinsegin“, óháð því hvort þær áttu í ástarsamböndum við aðrar konur eða ekki (bls. 23, 43–44). Í nýlegu greinasafni, Den kvinnliga tvåsamhetens frirum, sem fjallar um parsambönd kvenna í sænsku kvennahreyfingunni um aldamótin 1900, er auk þess rætt um kvennahreyfinguna sem rými fyrir hinsegin ástir. En hvað segja heimildir um íslenskar konur á þessum tíma?

Í íslenskum söfnum er varðveitt talsvert magn af persónulegum heimildum frá árunum 1900–1920 þar sem fólk lýsir m.a. sálarlífi sínu og tilfinningum, þó í misítarlegu máli. Slíkar heimildir eru nauðsynlegar þegar saga er rituð, ekki síst saga kvenna því oft eru fáar aðrar heimildir um líf þeirra aðgengilegar. Vissulega eru fleiri skjöl varðveitt eftir karla en konur en það er þó fyrst á þessu tímabili sem við fáum talsverða innsýn í hvernig konur upplifðu og skilgreindu eigin kynverund, einkum konur úr efri stéttum. Aðrar heimildir eru, líkt og á fyrri tímabilum, endurminningar, æviskrár, manntöl, sögurit, sagnir og handrit, sem eru yfirleitt ritaðar af körlum. Bilið milli ritunartímans og þess sem sagt er frá fer þó sífellt minnkandi þegar kemur inn á 20. öldina sem eykur áreiðanleika og máir að nokkru leyti út þann goðsagnablæ sem loðir við margar frásagnir af hinsegin konum úr eldri heimildum.

Heimildalisti

Den kvinnliga tvåsamhetens frirum. Kvinnopar i kvinnorörelsen 18901960. Ritstj. Eva Borgström og Hanna Markusson Winkvist. Stokkhólmi: Appell Förlag 2018.

Erla Hulda Halldórsdóttir. Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903. Reykjavík: Sagnfræðistofnun HÍ, RIKK og Háskólaútgáfan 2011.

Erla Hulda Halldórsdóttir. “„gleimdu ecki þinni einlægt Elskandi Sistir“. Skriftarkunnátta sem félagslegt og menningarlegt auðmagn” Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun,2013

Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Ólöf Garðarsdóttir, „Transition into widowhood: a life-course perspective on the household position of Icelandic widows at the beginning of the twentieth century“, Continuity and Change 11:3 (1996), bls. 435–458. Slóð: https://doi.org/10.1017/S0268416000003489

Hellesund, Tone, „Queering the Spinsters: Single Middle-Class Women in Norway, 1880–1920“, Journal of Homosexuality 54:1–2 (2008), bls. 21–48.

Þagnir í heimildum

Þegar saga hinsegin kynverundar kvenna fram undir lok 20. aldar er skoðuð er nauðsynlegt að lesa ekki aðeins í þær heimildir sem til eru og velta vöngum yfir þeim sem ekki eru til staðar heldur einnig skoða hvers konar heimildir hverfa af sjónarsviðinu. Á fyrstu...

Útlönd

Margar af þeim konum sem fjallað er um á þessum vef eiga það sameiginlegt að hafa dvalið erlendis í lengri eða skemmri tíma. Íslendingar ferðuðust fæstir út fyrir landsteinana á 17. og 18. öld og allra síst íslenskar konur. Það var helst á færi örfárra stúdenta og...

Stéttarstaða og hinseginleiki

Þegar saga hinsegin kynverundar kvenna allt fram undir lok 20. aldar er skoðuð kemur glöggt í ljós að nauðsynlegt er að lesa ekki aðeins í þær heimildir sem til eru, heldur einnig velta vöngum yfir þeim heimildum sem ekki eru til staðar og skoða þá hópa sem skildu...

Rómantík og tilfinningar

Eitt af einkennum tímabilsins fram til 1900 er mikill skortur á heimildum eftir konur þar sem þær lýsa eigin tilfinningum og löngunum. Við lok 19. aldar fer þó að tíðkast að fólk, sérstaklega af heldri stéttum, haldi dagbækur og skrifist reglulega á við kunningja,...

Piparjúnkur og sjálfstætt líf

Við upphaf 20. aldar var allstór hópur ógiftra kvenna búsettur í bæjum landsins, ekki síst í Reykjavík. Ólöf Garðarsdóttir og Gísli Ágúst Gunnlaugsson hafa bent á að þéttbýlið bauð konum upp á ýmsa möguleika til að sjá fyrir sér og sínum, t.d. með handavinnu, kennslu...

Óeðlilegt vinfengi

Heimildir um nána vináttu og sambönd kvenna á tímabilinu 1700–1900 eru ekki margar og oft óaðgengilegar. Það er helst þegar nær dregur aldamótunum 1900 sem hægt er að finna innsýn í þessi vináttubönd í persónulegum heimildum heldri kvenna í þéttbýli. Konur af öðrum...

Listir

Hinsegin sagnfræðirannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að listsköpun og menning í kringum listir hefur gjarnan skapað rými fyrir óhefðbundna kynhneigð, kyntjáningu og kynvitund. Um þetta má meðal annars lesa í riti Christophers Reed, Art and Homosexuality: A...

Lífsförunautar

Við aldamótin 1900 var alvanalegt að konur byggju saman í þéttbýli í Evrópu. Aukin þéttbýlismyndun í álfunni varð ekki síst fyrir tilstilli kvenna sem áttu meiri möguleika á að sjá fyrir sér og lifa sjálfstæðu lífi í krafti ýmiss konar launavinnu sem var af skornum...

Kvennahreyfingin

Þegar litið er yfir heimildir um hinsegin kynverund kvenna á fyrri hluta 20. aldar blasir við að kvennahreyfingin, þ.e. vinna í þágu kvenna sem var hluti af gróskumiklu félagsstarfi kvenna í kringum aldamótin 1900, var eitt þeirra rýma þar sem hinseginleiki fékk að...

Eyður

Þegar saga hinsegin kynverundar kvenna allt fram undir lok 20. aldar er skoðuð er nauðsynlegt að lesa ekki aðeins í þær heimildir sem til eru heldur rýna einnig í þagnirnar. Hvaða heimildir voru varðveittar? Hvaða heimildir varðveittust ekki? Var heimildum fargað?...