Viðurnefni

Athygli vekur að margar þeirra heimilda sem hér er fjallað um (fyrir aldamótin 1900) fjalla um konur sem höfðu viðurnefnin „graða“ eða „karlmaður“. Þessi viðurnefni lýsa að einhverju leyti samfélagsviðhorfum til kvenna sem þóttu storka hefðum í tengslum við...

Sjókvenska

Heimildir benda til þess að í gegnum tíðina hafi verið til ýmiss konar rými þar sem konur höfðu tækifæri til að storka eða koma sér hjá því að fylgja hefðbundnum viðmiðum um hegðun, klæðaburð, starfsvettvang og náin sambönd. Á Íslandi má segja að einn af þessum...

Óeðlilegt vinfengi

Heimildir um nána vináttu og sambönd kvenna á tímabilinu 1700–1900 eru ekki margar og oft óaðgengilegar. Það er helst þegar nær dregur aldamótunum 1900 sem hægt er að finna innsýn í þessi vináttubönd í persónulegum heimildum heldri kvenna í þéttbýli. Konur af öðrum...

Konur í buxum

Mikilvægur hluti af kynverund fólks er það sem er kallað kyntjáning. Þar er átt við það hvernig fólk tjáir kyn og kynvitund sína dags daglega, til að mynda með klæðavali og líkamstjáningu. Sumar af elstu heimildum um Íslandssöguna segja frá fólki sem kaus að tjá kyn...

Graðar, androgynus og tvíkynja

Til eru ýmsar frásagnir af konum sem voru „ekki eins og konur eru gerðar“ og jafnvel lék grunur á að þær væru líkamlega skapaðar eins og karlmenn að einhverju leyti. Enn fremur eru til sögur um konur sem áttu að hafa getið börn með öðrum konum. Engar heimildir hafa...

Afhuga hjónabandi

Réttindi kvenna voru lengi vel ákvörðuð út frá hjónabandi. Hjónabandið var lykill kvenna að tiltekinni stöðu og virðingu innan samfélagsins. Giftar konur voru alla jafna þær einu sem máttu fara fyrir búi, fyrir utan ekkjur, en aðrar konur urðu að láta sér nægja að...