Þögn

Hvað geta þagnir í heimildum sagt okkur um konur og hinsegin kynverund?

Þagnir og eyður eru sterkt einkenni á þeim heimildum sem við höfum um hinsegin kynverund kvenna á tímabilinu 17001960. Stundum eru eyðurnar sýnilegar, t.d. þegar það vantar bréf í skjalasöfn kvenna, en annars staðar þurfum við að beita innsæi til að gera okkur í hugarlund hvað það er sem við sjáum ekki. Sem dæmi má nefna að ef við höfum eingöngu heimildir um hinsegin konur sem stungu í stúf við samfélagsleg viðmið, hvað segir það okkur um konur sem voru ekki sýnilega hinsegin? Þegar við skoðum hinsegin kynverund kvenna fyrr á öldum er því mikilvægt að hugsa um þagnir í heimildunum, hvað þær geta sagt okkur og hvað við munum aldrei koma til með að vita.

Þagnir í heimildum

Þegar saga hinsegin kynverundar kvenna fram undir lok 20. aldar er skoðuð er nauðsynlegt að lesa ekki aðeins í þær heimildir sem til eru og velta vöngum yfir þeim sem ekki eru til staðar heldur einnig skoða hvers konar heimildir hverfa af sjónarsviðinu. Á fyrstu...

Eyður

Þegar saga hinsegin kynverundar kvenna allt fram undir lok 20. aldar er skoðuð er nauðsynlegt að lesa ekki aðeins í þær heimildir sem til eru heldur rýna einnig í þagnirnar. Hvaða heimildir voru varðveittar? Hvaða heimildir varðveittust ekki? Var heimildum fargað?...