Hegðun

Hvers konar hegðun kvenna þótti ókvenleg, undarleg eða afbrigðileg? 

Við erum vön því að hugsa um kynhneigð og kynverund fólks sem órjúfanlegan hluta af því og sjálfsmynd þess. Það var ekki alltaf þannig. Allt fram á 20. öld var litið svo á að það sem við teljum nú hluta af sjálfsmynd, svo sem að kjósa samkynja ástir fremur en gagnkynja ástir eða klæða sig ekki eftir hefðbundnum kynjaviðmiðum, væri afbrigðileg eða undarleg hegðun en ekki eitthvað sem segði til um eðli fólks. Til eru ýmsar heimildir um það sem kalla má hinsegin hegðun meðal kvenna, það er hegðun sem braut gegn ríkjandi viðmiðum um kvenlega framkomu á sínum tíma og var flokkuð af samtímafólki sem undarleg eða afbrigðileg. Við höfum sjaldnast heimildir um hvaða augum konurnar sjálfar litu þessa hegðun en fátt bendir til þess að hún hafi verið sett í samhengi við hinsegin sjálfsmynd eða hugmyndir um eðli einstaklingsins, eins og væri líklega gert í dag.

Piparjúnkur og sjálfstætt líf

Við upphaf 20. aldar var allstór hópur ógiftra kvenna búsettur í bæjum landsins, ekki síst í Reykjavík. Ólöf Garðarsdóttir og Gísli Ágúst Gunnlaugsson hafa bent á að þéttbýlið bauð konum upp á ýmsa möguleika til að sjá fyrir sér og sínum, t.d. með handavinnu, kennslu...

Konur í buxum

Mikilvægur hluti af kynverund fólks er það sem er kallað kyntjáning. Þar er átt við það hvernig fólk tjáir kyn og kynvitund sína dags daglega, til að mynda með klæðavali og líkamstjáningu. Sumar af elstu heimildum um Íslandssöguna segja frá fólki sem kaus að tjá kyn...