Orð

Hvaða orð voru notuð yfir hinsegin konur áður fyrr? Eru þau önnur en í dag?

Við erum vön því að nota tiltekin orð til að lýsa kyni og kynverund fólks, þ.e. upplifun fólks af því að vera kynverur. Við notum orð eins og kyngervi, kynhneigð og kynvitund og lýsum fólki sem trans, kynsegin, tvíkynhneigðu, eikynhneigðu, homma eða lesbíu. Þessi orð eru þó frekar ný í íslensku máli og það sama má segja um þá hugsun að þessi einkenni (þ.e. kynhneigð og kynvitund okkar) séu kyrfilega aðskilin hvert frá öðru. Þessi hugtakarammi er um margt nothæfur til þess að ná utan um flókið samspil mannlegra tilfinninga og eiginleika. Þó verður alltaf að hafa í huga að hugtök sem lýsa sjálfsmynd, þ.e. því hvernig einstaklingurinn skilgreinir sjálfan sig, til dæmis út frá kynhneigð eða kynvitund, geta verið villandi sé þeim beitt á einstaklinga sem ekki þekktu til þeirra eða voru uppi á tímum þegar ríkjandi hugmyndir um kynverund voru töluvert frábrugðnar hugmyndum nútímans. Það er því mikilvægt að við séum meðvituð um hvaða orð eru notuð hverju sinni, í hvaða samhengi og hvaða merkingu samtímafólk lagði í þau.

Á tímabilinu 1700–1960 voru oft notuð allt önnur orð yfir hinsegin konur og hinsegin kynverund en í dag og jafnframt var hugsunin á bak við þau önnur. Til dæmis voru notuð orð eins og „gröð“, „tvíkynja“, „androgyn“ eða jafnvel „frábrugðin“ til að lýsa konum sem voru á skjön við kynjaðar hefðir og viðmið samfélagsins. Stundum gat sama orðið lýst öllu í senn, útliti, líkamlegum styrk, kynhneigð, kynvitund og kynfærum.

Viðurnefni

Athygli vekur að margar þeirra heimilda sem hér er fjallað um (fyrir aldamótin 1900) fjalla um konur sem höfðu viðurnefnin „graða“ eða „karlmaður“. Þessi viðurnefni lýsa að einhverju leyti samfélagsviðhorfum til kvenna sem þóttu storka hefðum í tengslum við...

Lesbíur og kynvilla

Erfitt er að segja til um hvenær Íslendingar fóru að nota orð á borð við lesbía, kynvilla, samkynhneigð, tvíkynhneigð o.s.frv. til að lýsa hinsegin konum og kynverund þeirra. Að sama skapi vitum við fátt um upplifun kvenna af slíkum hugtökum á því tímabili sem hér um...