Lesbíur og kynvilla

Erfitt er að segja til um hvenær Íslendingar fóru að nota orð á borð við lesbía, kynvilla, samkynhneigð, tvíkynhneigð o.s.frv. til að lýsa hinsegin konum og kynverund þeirra. Að sama skapi vitum við fátt um upplifun kvenna af slíkum hugtökum á því tímabili sem hér um...

Kvennahreyfingin

Þegar litið er yfir heimildir um hinsegin kynverund kvenna á fyrri hluta 20. aldar blasir við að kvennahreyfingin, þ.e. vinna í þágu kvenna sem var hluti af gróskumiklu félagsstarfi kvenna í kringum aldamótin 1900, var eitt þeirra rýma þar sem hinseginleiki fékk að...

Konur í buxum

Mikilvægur hluti af kynverund fólks er það sem er kallað kyntjáning. Þar er átt við það hvernig fólk tjáir kyn og kynvitund sína dags daglega, til að mynda með klæðavali og líkamstjáningu. Sumar af elstu heimildum um Íslandssöguna segja frá fólki sem kaus að tjá kyn...

Graðar, androgynus og tvíkynja

Til eru ýmsar frásagnir af konum sem voru „ekki eins og konur eru gerðar“ og jafnvel lék grunur á að þær væru líkamlega skapaðar eins og karlmenn að einhverju leyti. Enn fremur eru til sögur um konur sem áttu að hafa getið börn með öðrum konum. Engar heimildir hafa...

Eyður

Þegar saga hinsegin kynverundar kvenna allt fram undir lok 20. aldar er skoðuð er nauðsynlegt að lesa ekki aðeins í þær heimildir sem til eru heldur rýna einnig í þagnirnar. Hvaða heimildir voru varðveittar? Hvaða heimildir varðveittust ekki? Var heimildum fargað?...

Afhuga hjónabandi

Réttindi kvenna voru lengi vel ákvörðuð út frá hjónabandi. Hjónabandið var lykill kvenna að tiltekinni stöðu og virðingu innan samfélagsins. Giftar konur voru alla jafna þær einu sem máttu fara fyrir búi, fyrir utan ekkjur, en aðrar konur urðu að láta sér nægja að...