Vinátta
Hvar hafa mörkin milli vináttu, rómantíkur og kynferðislegra sambanda kvenna legið í gegnum tíðina?
Nútíma skilningur á vináttu er oftast nær sá að hún sé í eðli sínu órómantísk og ókynferðisleg og hugmyndin um vináttu er oft höfð til grundvallar til að flokka náin samskipti í annars vegar ókynferðislega vináttu og hins vegar kynferðisleg ástarsambönd og/eða erótísk sambönd. Þær línur virðast þó hafa legið annars staðar á a.m.k. hluta tímabilsins 1700–1960. Hin svokallaða rómantíska vinátta lifði góðu lífi meðal borgaralegra kvenna en hún einkenndist af mjög nánum og innilegum tilfinningalegum samböndum milli vinkvenna, sem stundum voru jafnvel kynferðisleg. Einnig er ýjað að því í heimildum að vinfengi eða vinskapur sumra kvenna hafi verið óeðlilegur á einhvern hátt en hann er samt sem áður flokkaður sem vinátta, ekki síður en rómantík eða kynlíf. Vinátta gat því verið skálkaskjól fyrir náin rómantísk og/eða kynferðisleg sambönd. Jafnvel eru dæmi þess að konur hafi stofnað fjölskyldu og búið saman í áratugi undir formerkjum vináttunnar. Það er því oft erfitt að greina hvar vinátta, eins og við skilgreinum hana í dag, endar og rómantík eða kynlíf byrjar.
Rómantík og tilfinningar
Eitt af einkennum tímabilsins fram til 1900 er mikill skortur á heimildum eftir konur þar sem þær lýsa eigin tilfinningum og löngunum. Við lok 19. aldar fer þó að tíðkast að fólk, sérstaklega af heldri stéttum, haldi dagbækur og skrifist reglulega á við kunningja,...
Óeðlilegt vinfengi
Heimildir um nána vináttu og sambönd kvenna á tímabilinu 1700–1900 eru ekki margar og oft óaðgengilegar. Það er helst þegar nær dregur aldamótunum 1900 sem hægt er að finna innsýn í þessi vináttubönd í persónulegum heimildum heldri kvenna í þéttbýli. Konur af öðrum...
Lífsförunautar
Við aldamótin 1900 var alvanalegt að konur byggju saman í þéttbýli í Evrópu. Aukin þéttbýlismyndun í álfunni varð ekki síst fyrir tilstilli kvenna sem áttu meiri möguleika á að sjá fyrir sér og lifa sjálfstæðu lífi í krafti ýmiss konar launavinnu sem var af skornum...