Rými

Í hvaða rýmum höfðu konur meira svigrúm
til að vera hinsegin en annars staðar?

Á tímabilinu 1700–1960 höfðu konur sem í dag myndu kallast hinsegin ekki mörg tækifæri til að leggja rækt við hinseginleika sinn. Þó voru víða rými þar sem konur höfðu meira svigrúm til að vera hinsegin en annars staðar í samfélaginu. Sum þessara rýma var að finna innan gamla sveitasamfélagsins, til dæmis var sjómennska rými þar sem konur gátu gengið í karlmannsfötum og jafnvel átt í nánum samböndum við aðrar konur. Ýmis hinsegin rými áttu sér alþjóðlegar rætur í vestrænni borgaramenningu. Dæmi um slíkt eru listir en listsköpun krafðist ákveðins hreyfanleika og alþjóðlegra tengsla sem gátu veitt aðgengi að hinsegin rýmum. Kvennahreyfingin var annað slíkt rými en samfara vestrænni kvennabaráttu skapaðist rými fyrir konur til að stofna til náinna kynna og parasambanda sem voru viðurkennd og samþykkt. Ennfremur mætti nefna öll þau rými sem sem þéttbýlismyndun hafði í för sér og bauð uppá tengslamyndun utan við hefðbundið fjölskyldumynstur til dæmis félagastarfsemi, tómstundir, atvinnurekstur og svo framvegis.

Útlönd

Margar af þeim konum sem fjallað er um á þessum vef eiga það sameiginlegt að hafa dvalið erlendis í lengri eða skemmri tíma. Íslendingar ferðuðust fæstir út fyrir landsteinana á 17. og 18. öld og allra síst íslenskar konur. Það var helst á færi örfárra stúdenta og...

Sjókvenska

Heimildir benda til þess að í gegnum tíðina hafi verið til ýmiss konar rými þar sem konur höfðu tækifæri til að storka eða koma sér hjá því að fylgja hefðbundnum viðmiðum um hegðun, klæðaburð, starfsvettvang og náin sambönd. Á Íslandi má segja að einn af þessum...

Listir

Hinsegin sagnfræðirannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að listsköpun og menning í kringum listir hefur gjarnan skapað rými fyrir óhefðbundna kynhneigð, kyntjáningu og kynvitund. Um þetta má meðal annars lesa í riti Christophers Reed, Art and Homosexuality: A...

Kvennahreyfingin

Þegar litið er yfir heimildir um hinsegin kynverund kvenna á fyrri hluta 20. aldar blasir við að kvennahreyfingin, þ.e. vinna í þágu kvenna sem var hluti af gróskumiklu félagsstarfi kvenna í kringum aldamótin 1900, var eitt þeirra rýma þar sem hinseginleiki fékk að...