Kynlíf
Hvaða heimildir höfum við um samkynja kynlíf kvenna?
Afar sjaldan er fjallað um kynlíf í aðgengilegum heimildum frá tímabilinu 1700–1960, hvort sem um er að ræða hinsegin konur eða annað fólk. Örsjaldan er þess getið með beinum hætti að tvær konur hafi átt kynmök hvor við aðra en yfirleitt ekki í útgefnum heimildum. Stundum er reyndar gefið í skyn að konur hafi stundað kynlíf saman, t.d. í sögum um konur sem gátu börn með öðrum konum, sem gefur okkur tækifæri til að skoða þetta viðfangsefni sem er okkur þó að mestu hulið.
Skortur á kynlöngun eða afhuga karlmönnum?
Íslenskar heimildir eru almennt fremur þöglar um kynlíf og kynlöngun kvenna – og um skort á slíku. Kynferðisleg sambönd kvenna eru almennt ekki sýnileg í heimildum nema lesið sé milli línanna en einnig er athyglisvert að huga að því sem sagt er um, og þagað yfir,...
Óvenjulegur getnaður og hjálpartæki ástarlífsins
Það er mjög óalgengt að skírskotað sé til kynlífs í heimildum frá 18., 19. og fyrri hluta 20. aldar. Þess vegna vitum við sjaldnast hvort náin vinátta tveggja kvenna hafi verið af kynferðislegum toga eða ekki. Þó er ýmislegt gefið í skyn eða látið felast í hlutarins...