Huldukonur
Hinsegin kynverund kvenna á Íslandi fyrir 1960. Heimildir, túlkanir, námsefni.
Þemu
Hegðun
Hvers konar hegðun kvenna þótti ókvenleg, undarleg eða afbrigðileg?
Kynferði
Hvað segja heimildirnar um konur sem þóttu karlmannlegar að líkamsgerð eða í kyntjáningu?
Kynlíf
Hvaða heimildir höfum við um samkynja kynlíf kvenna?
Orð
Hvaða orð voru notuð yfir hinsegin konur áður fyrr? Eru þau önnur en í dag?
Rými
Í hvaða rýmum höfðu konur meira svigrúm til að vera hinsegin en annars staðar?
Stétt
Hvaða áhrif hafði stéttarstaða á möguleika kvenna til að lifa hinsegin lífi og varðveislu heimilda um hinsegin kynverund kvenna?
Vinátta
Hvar hafa mörkin milli vináttu, rómantíkur og kynferðislegra sambanda kvenna legið í gegnum tíðina?
Þögn
Hvað geta þagnir í heimildum sagt okkur um konur og hinsegin kynverund?
Hinsegin kynverund
Með hinsegin kynverund er átt við kynverund, ekki síst hvers kyns ástir, erótík, kynferðislegar þrár, kynhegðun og kyntjáningu, sem er óhefðbundin og fellur ekki að gagnkynhneigðum viðmiðum.
Tímabil
1700-1800
Hér segir frá hinsegin kynverund kvenna í samfélagi þar sem konur höfðu mjög takmörkuð réttindi.
1800-1900
Aukin borgaraleg réttindi juku möguleika kvenna á að lifa sjálfstæðu lífi og búa einar eða með öðrum konum.
1900-1920
Á þessu tímabili fáum við fyrst talsverða innsýn í hvernig konur upplifðu og skilgreindu eigin kynverund.
1920-1960
Meðvitund um hinseginleika jókst en um leið þurfti að fela hann svo heimildum um hinsegin kynverund kvenna fækkar.
Um vefinn
Þessi vefur inniheldur fjölbreyttar heimildir frá 17. öld og fram til 1960 sem ætlað er að varpa ljósi á hvernig hinsegin kynverund kvenna var mótuð og tjáð fyrir tíma nútíma sjálfsmyndarhugtaka á borð við lesbía eða tvíkynhneigð. Heimildirnar eru settar í sögulegt samhengi og dæmi gefin um hvernig hægt sé að beita hinsegin lestri við túlkun þeirra. Á vefnum er einnig kennsluefni ætlað framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla.
Veist þú um heimildir?