Kynferði
Hvað segja heimildirnar um konur sem þóttu
karlmannlegar að líkamsgerð eða í kyntjáningu?
Orðið kynferði er hér notað yfir kyn í víðum skilningi og vísar því bæði til líkamlegs kyns og kyngervis (stundum kallað félagslegt kyn). Kyngervi er meðal annars mótað af væntingum sem samfélagið gerir til karla og kvenna, þeim verksviðum sem hvort kyn er talið eiga að tileinka sér og þess hvaða áhugamál og klæðaburður er talinn við hæfi. Í heimildum frá tímabilinu 1700–1960 er alloft fjallað um konur sem gengu gegn samfélagslegum væntingum um kynhegðun, kynhlutverk eða kyntjáningu. Auk þess er stundum ýjað að því að konur hafi í raun verið með æxlunarfæri karla í sögum sem fóru af því að þær hefðu getið börn með öðrum konum.
Graðar, androgynus og tvíkynja
Til eru ýmsar frásagnir af konum sem voru „ekki eins og konur eru gerðar“ og jafnvel lék grunur á að þær væru líkamlega skapaðar eins og karlmenn að einhverju leyti. Enn fremur eru til sögur um konur sem áttu að hafa getið börn með öðrum konum. Engar heimildir hafa...