Söfnun heimilda

um hinsegin kynverund kvenna á Íslandi 1700–1960.

Veist þú um heimildir, munnlegar eða ritaðar, um konur á tímabilinu 1700-1960 sem:
– áttu í ástarsambandi við aðrar konur?
– áttu í tilfinningaríku vinasambandi við aðrar konur?
– bjuggu með öðrum konum til lengri eða skemmri tíma?
– ögruðu viðteknum hugmyndum um kvenleika, t.d. með klæðaburði, útliti, hegðun, fasi o.s.frv.?
– voru á annan hátt á skjön við hefðir og venjur samfélagsins á þeim tíma hvað varðar kyngervi, kynhegðun, kynhneigð eða kynverund?

Hér á eftir verður beðið um upplýsingar um heimildir og innihald þeirra. Einnig verður beðið um nafn þitt og símanúmer/netfang svo hægt sé að hafa samband ef þörf krefur. Farið verður með allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að rekja einstök svör. Þátttaka í þessari heimildaleit felur ekki í sér skuldbindingu til frekari þátttöku í verkefninu. Enn fremur verða þær upplýsingar sem hér er safnað ekki færðar beint inn á vefinn heldur verður farið með þær sem vísbendingar og unnið úr þeim samkvæmt því. Aðstandendur verkefnisins taka fulla ábyrgð á þeirri úrvinnslu.

Bestu þakkir fyrir hjálpina!

Skrá heimild

Hvers eðlis er heimildin?

10 + 15 =